Fréttir

Öryggisskýrslur Alcoa Fjarðaáls og ISAL aðgengilegar hjá Vinnueftirlitinu

17.10.2010

Vinnueftirlitið hefur samþykkt öryggisskýrslur álvera ISAL í Straumsvík og ALCOA á Reyðarfirði. Þær fjalla um líkur og umfang en einnig varnir álveranna gegn mögulegu stórslysi vegna varasamra efna. Álverin hafa takmarkað magn af mjög hættulegum efnum umleikis sem gætu valdið slysum sem áhrif hefðu í nágrenni veranna. Mest er magnið af krýólíti sem er fast efni og lítið eitrað og hættur af því fyrir almenning því ekki miklar en aftur á móti vissar hættur fyrir ferskvatnslífverur. Einnig liggja fyrir áætlanir um viðbrögð við stórslysum, sem gætu haft áhrif á umhverfi álveranna, og eru þær gerðar í samráði við almannavarnir viðkomandi svæða. Öryggisskýrslurnar eru nú aðgengilegar á heimasíðu Vinnueftirlitsins (sjá lista yfir starfsstöðvar undir ?Stórslysavarnir efna? á listanum uppi til vinstri hér á heimasíðunni).