Fréttir

Öryggisskýrsla Norðuráls aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins

19.1.2011

Öryggisskýrsla álvers Norðuráls á Grundartanga hefur nú verið samþykkt og er aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Þar með liggja fyrir öryggisskýrslur allra þriggja álvera í landinu og einnig áætlanir um viðbrögð álveranna og viðbragðsaðilanna við stórslysum. Slökkvilið og almannavarnir svæðanna þar sem álverin eru staðsett hafa tekið virkan þátt í að gera áætlanir um neyðarviðbrögð í tengslum við öryggisskýrslurnar. Stórslysahætta frá álverunum er takmörkuð hvað varðar hættuleg efni, m.a. þar sem magn efnanna er takmarkað og hætturnar frá þeim einnig. Öll álverin hafa öryggisstjórnkerfi við sinn rekstur.
Öryggisskýrslurnar eru undir flipanum Stórslysavarnir efna og síðan á tenglinum undir Listar og öryggisskýrslur hægra megin á þeirri síðu.
Öryggisskýrsla Norðuráls ofl.