Fréttir

Öryggismenning - Nýtt námskeið í febrúarbyrjun

25.1.2011

Námskeiðið um öryggismenningu og öryggisanda á vinnustað byggir á sænskri aðferð. Auk fyrrgreindra þátta verður m.a. fjallað um vinnuslys og slysarannsóknir, áhrif eðlisfræðilegra þátta á heilsu fólks, þ.e. áhrif hita, kulda og titrings. Þá verður fjallað um efna-áhættumat, sprengifimt andrúmsloft og rafsegulsvið. Kennarar eru sérfræðingar Vinnueftirlitsins á fyrrgreindum sviðum.
Námskeiðið er haldið að Bíldshöfða 18 og stendur frá kl. 9.00 til 16.00 báða dagana.
Skráning er hjá vinnueftirlitinu í síma 550 4600 eða á netfangið vala@ver.is. Hér má sjá dagskrá námskeiðsins.