Fréttir

Öryggishandbók rannsóknarstofunnar er komin út hjá Háskólaútgáfunni

30.11.2010

Í bókinni er fjallað um umgengni, vinnubrögð og öryggi á rannsóknarstofum. Veitt er innsýn í þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem starfa við rannsóknir og gefið yfirlit yfir helstu atriði sem varða varnir gegn slysum og óhöppum á rannsóknarstofunni og greint frá helstu viðbrögðum við þeim. Lögð er áhersla á mikilvægi réttra vinnubragða við ólíkar aðstæður og nauðsyn þess að nota persónuhlífar og klæðast viðeigandi fatnaði. Sagt er frá nýju merkingakerfi fyrir varasöm efni. Í bókinni eru handhægar uppflettitöflur, m.a. með upplýsingum um hættur vegna efna og lífrænna skaðvalda.
Bókin nýtist einnig vel fyrir aðra vinnustaði, sérstaklega þar sem eru varasöm efni. Bókin bætir úr brýnni þörf fyrir yfirlitsgóðar leiðbeiningar á íslensku um öryggi fyrir rannsóknarstofur og reyndar margs konar aðra starfsemi. Bókin fæst í Bóksölu Stúdenta .