Fréttir

Öryggisforysta, öryggismenning og öryggisárangursvísar

21.11.2007

Vinnubúðir á vegum Rannsóknamiðstöðvar ESB 16-19.3.2010. Haldnar í IPSC, Almannavarna- og öryggisstofnun ESB í Ispra á Ítalíu, en Skrifstofa stórslysavarna vegna efna (MAHB) er hluti af þeirri stofnun.  Þessar stofnanir og margar fleiri eru í JRC, sameiginlegu rannsóknamiðstöðinni,  í Ispra. Friðrik Daníelsson sótti vinnubúðirnar af hálfu Vinnueftirlitsins. Stærsti hópur gesta var frá eftirlitsstofnunum en einnig frá olíufélögum, efnaiðnfyrirtækjum, tryggingarfélögum og verkfræði- og ráðgjafastofum. Haldin voru 21 erindi og skiptust erindin í flokka: 1-Forysta fyrirtækja sem drifkraftur til að ná árangri í öryggismálum og til varnar efnaslysum. 2-Öryggismenning 3-Öryggisárangursvísar. 4-Athugun tilfella og lærdómar.

Varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna

Hér eru upplýsingar um hvaða kröfur eru gerðar um stórslysavarnir til þeirra fyrirtækja sem hafa mikið magn hættulegra efna. 

Það sem hér kallast stórslys er stjórnlaus atburðarás í meðferð efna, svo sem mikill leki, eldsvoði eða sprenging sem hefur í för með sér alvarlega hættu fyrir heilsu manna og/eða umhverfið bæði innan og utan starfsstöðvarinnar þar sem efnin eru. Mikið magn eldfimra efna getur valdið eldsvoðum sem geta breiðst út fyrir starfsstöðvarnar. Sprengifim efni geta eyðilagt stór svæði og skemmt enn stærri og valdið manntjóni. Eiturefni sem komast úr geymslustað sínum geta valdið tjóni á fólki og umhverfi jafnvel löngu eftir lekann.


Leiðbeiningar:

Tenglar innlendir: 
Umhverfisstofnun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Mannvikjastofnun

Tenglar erlendir: 
EB. Major Accident Hazards Bureau: http://ec.europa.eu/dgs/jrc/index.cfm  
Noregur. DSB: http://www.dsb.no 
Danmörk. Beredskabsstyrelsen: http://www.brs.dk/ 
Svíþjóð. Räddningsverket: http://www.raddningsverket.se 
England. Health and Safety Executive: http://www.hse.gov.uk/