Fréttir

Örugg viðhaldsvinna innan landbúnaðar

14.9.2011

Landbúnaður er ein hættulegasta atvinnugrein sem fyrirfinnst og þar verða mörg vinnutengd slys. Almennt verða starfsmenn innan landbúnaðarins þrisvar sinnum oftar fyrir vinnuslysum sem leiða til dauða og 1,7 sinnum oftar fyrir öðrum vinnuslysum sem ekki valda dauða.
Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur gefið út upplýsingablað (Fact-sheet) um örugga viðhaldsvinnu innan landbúnaðar (sjá hér).