Fréttir

Örugg viðhaldsvinna - Ráðstefna og sýning á Grand Hótel 26. okt. 2010

4.10.2010

Evrópska vinnuverndarvikan 2010, Örugg viðhaldsvinna verður haldin 25. ? 29. október. Af því tilefni verður haldin ráðstefna og sýning á Grand Hóteli þriðjudaginn 26. október kl. 13.00 - 16.30.
Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari og nú í ár beinist kastljósið að öryggi við viðhaldsvinnu.
Á ráðstefnunni sem fram fer í Gullteig A-sal, verða flutt áhugaverð erindi og efni sem fjalla um öryggi við viðhaldsvinnu. Einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa sig vel á því sviði sem tengist viðhaldsvinnu.
Þegar ráðstefnunni lýkur um kl. 15, verður opnuð sýning í Gullteig B-sal, þar sem fyrirtæki og þjónustuaðilar kynna fyrirtæki sín og þjónustu sem þau bjóða á því sviði sem tengist viðhaldsvinnu og vinnuvernd. Á sama tíma verður boðið upp á veitingar fyrir gesti ráðstefnunnar.
Þeir sem hafa áhuga á vinnuvernd og öruggri viðhaldsvinnu ættu ekki að láta þennan atburð fram hjá sér fara.

Dagskrá ráðstefnunnar og skipulag sýningar- og kynningarbása má sjá hér.