Fréttir

Nýtt tilkynningarblað um vinnuslys

1.2.2006

 
Eyðublað, sem vinnustaðir eiga nota til að tilkynna Vinnueftirlitinu um vinnuslys, hefur verið uppfært m.a. til samræmis við nýtt slysaskráningakerfi Vinnueftirlitsins.

Búið er að prenta nýja útgáfu af tilkynningarblaðinu og er hægt að nálgast það hjá aðal- og umdæmisskrifstofum Vinnueftirlitsins. Ennfremur verður prentvæn útgáfa þess sett á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Frá og með 1. febrúar skal eingöngu nota nýja eyðublaðið til að tilkynna um vinnuslys og skulu hugsanleg upplög af eldri útgáfunni, sem liggja fyrir í fyrirtækjunum, tekin úr umferð.
 
Ólafur Hauksson, aðstoðardeildarstjóri þróunar og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins