Fréttir

Nýtt rafrænt tilkynningarblað um vinnuslys

15.9.2003

Nýju tilkynningarblaði um vinnuslys er ætlað að leysa af hólmi tilkynningarblað sem tekið var í notkun 1990. Við gerð nýja tilkynningarblaðsins var m.a. höfð hliðsjón af tilkynningarblöðum Vinnueftirlita Norðurlandanna og tekið mið af ábendingum sem borist hafa frá aðilum vinnumarkaðarins.

Markmiðið með nýja tilkynningarblaðinu er að gera skráningu vinnuslysa markvissari. Það byggist m.a. á leiðbeiningum, sem fylgja því, um hvernig staðið skuli að skráningu og hvernig tryggja skuli að öll skráningarskyld vinnuslys verði tilkynnt.

Helstu nýmæli eru eftirfarandi

 1. Tilkynningarblaðið er hægt að fylla út í tölvutæku formi á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Þegar búið er að fylla inn upplýsingarnar í viðeigandi reiti skal staðfesta skráningu þeirra með því að ýta á reitinn sem við á. Síðan þarf að prenta staðfesta tilkynningu út og senda hana undirskrifaða til Vinnueftirlitsins.  Eins og áður verður líka hægt að fá tilkynningarblaðið hjá umdæmisskrifstofum Vinnueftirlitsins.

 2. Leiðbeiningar um skráningu vinnuslysa fylgja nú tilkynningarblaðinu.

 3. Atburðarnúmer slyss, tengt Slysaskrá Íslands
  Nauðsynlegt vegna þátttöku Vinnueftirlitsins í Slysaskrá Íslands.

 4. Útibú fyrirtækis
  Til þess að fá gleggri mynd af því hvar og við hvaða verk vinnuslys verða í stærri fyrirtækjum með útibú.

 5.  Starfsemi fyrirtækis
  Til þess að starfsemisflokkun vinnuslysa verði rétt.

 6. Nafn verkkaupa
  Sérstaklega mikilvægt þegar fyrirtæki kaupa af öðrum fyrirtækjum þjónustu vegna hættulegra verkefna í tengslum við reglubundna starfssemi.

 7. Vinnuverndarstarf í fyrirtækjum
  Aukin áhersla á að skoða þennan þátt og tengsl við vinnuslys.

 8. Flokkun slysa eftir orsökum
  Við bætist dráttar-,  bú- og garðyrkjuvélar, menn og dýr.

 9.  Starf sem slysið varð við
  Tveir nýir liðir bætast við: annars vegar umönnun dýra og hins vegar umönnun manna.

 10. Áverkaskráning  á  fjöláverkum
  Nú er hægt að velja alvarlegasta áverkann.

 11. Fjarvera vegna slyssins
  Lögð er áhersla á að greina hvort hinn slasaði hafi hafið störf aftur innan þriggja daga og er það í samræmi við evrópska skráningu.

Ólafur Hauksson, aðstoðardeildarstjóri Þróunar- og eftirlitsdeildar