Fréttir

Nýtt leiðbeiningarit - Að lyfta fólki með lyftara - er komið út

7.1.2004

Vinnueftirlitið hefur gefið út eftirfarandi leiðbeiningar í netútgáfu: AÐ LYFTA FÓLKI MEÐ LYFTARA

Rit þetta tilheyrir flokknum Leiðbeiningar um vinnuvernd og kemur í stað eldri leiðbeininga um sama efni. Þær eru 7 blaðsíður (A-4) að forsíðu meðtalinni.

Í leiðbeiningunum er fjallað m.a. um gerð, búnað og lyftigetu lyftara, mannkörfuna, stjórntækin, um lyftarann sjálfan, svokallaða dagbók, álagsprófun o.fl.

Leiðbeiningar þessar eiga að auðvelda verkstjórum að fullnægja þeirri skyldu sinni að sjá um að lyftubúnaður allur sé góður og öruggt skipulag sé ríkjandi á þeim vinnustöðum sem þeir hafa umsjón með. Slík vinnubrögð ættu að draga úr slysahættu og jafnvel koma í veg fyrir slys.