Fréttir

Nýráðinn forstöðumaður Rannsóknastofu í vinnuvernd

22.1.2007


Guðbjörg Linda Rafnsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknastofu í vinnuvernd frá og með áramótum. Guðbjörg Linda hefur starfað um árabil á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins auk þess sem hún er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Áður var hún stjórnarformaður Rannsóknastofunnar en Sigurður Thorlacius dósent í læknadeild HÍ tók við stjórnarformennskunni um áramótin.