Fréttir

Nýr bæklingur: Vinnuverndarstarf á vinnustöðum.

29.4.2008

Nú á vordögum kom út fjórblöðungurinn Vinnuverndarstarf á vinnustöðum. Í honum er leitast við að útskýra á einfaldan hátt hvernig fyrirtækjum ber að skipuleggja vinnuverndarstarf sitt svo að það sé í samræmi við gildandi lög og reglur.

Bæklinginn má nálgast á umdæmisskrifstofum Vinnueftirlitsins um allt land eða hér á heimasíðunni.