Fréttir

Nýr bæklingur um Öryggi á byggingarvinnustað

8.8.2007

Vinnueftirlitið hefur gefið út efni sem ætlað er erlendum starfsmönnum í vinnu á Íslandi.
Þetta eru tveir flokkar efnis:

  • Bæklingurinn; Öryggi á byggingarvinnustað. Hann er gefinn út á fjórum tungumálum, ensku, litháísku, pólsku og íslensku.
  • Bæklingurinn; Vinnuvernd á Íslandi, leiðbeiningar fyrir erlenda starfsmenn. Hann er gefinn út á 9 tungumálum, ensku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbó-króatísku, spænsku, taílensku, víetnömsku og íslensku.

Bæklingunum er dreift endurgjaldslaust en þá er einnig að finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins . þar sem hægt er að prenta þá út. Á heimasíðunni er að finna ýmsan fróðleik m.a. eru þar greinar um málefni vinnuverndar s.s. áhættumat starfa, vinnuverndarlögin, reglugerðir og margt fleira sem gagnlegt er fyrir vinnuverndarstarf fyrirtækja.

Það er ósk okkar og von að efnið komi að gagni fyrir erlenda starfsmenn. Til þess að það megi verða þurfa allir að leggjast á eitt um að koma efninu í hendurnar á þeim sem þurfa á því að halda. Upplýsingar og fræðsla er ein helsta forvörnin í vinnuvernd.

Vinnuvernd er allra hagur.
Með ósk um gott gengi í vinnuverndarstarfinu,

Inghildur Einarsdóttir
deildarstjóri fræðsludeildar