Fréttir

Nýr bæklingur um líkamlegt álag við vinnu

3.6.2005

Á árinu 2005 verður lögð sérstök áhersla á líkamlegt álag við vinnu í vinnustaðaeftirliti Vinnueftirlitsins. Sérstök áhersla er lögð á vinnu sem felur í sér að þungum byrðum er lyft eða þær færðar úr stað. Sýnt hefur verið að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu og því ærin ástæða til að vinna að forvörnum gegn slíku.


Gefinn hefur verið út bæklingunn Líkamlegt álag við vinnu, vinnustellingar, þungar byrðar og einhæfar hreyfingar. Bæklingnum er ætlað að auðvelda atvinnurekendum og starfsmönnum að koma auga á hugsanlegar hættur í vinnuumhverfinu sem geta valdið heilsutjóni vegna líkamlegs álags við vinnu.


Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í vinnuvistfræði