Fréttir

Nýr bæklingur um heilsuvernd á vinnustað

7.10.2004

Vinnueftirlitið hefur látið gera bækling í netútgáfu sem ber titilinn 
Heilsuvernd á vinnustað - áhættumat, forvarnir og heilsuefling

Með heilsuvernd á vinnustað er átt við allar þær aðgerðir og ráðstafanir sem stuðla að heilbrigði og öryggi á vinnustað. Greina þarf og meta þá þætti í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á líðan, heilsu og öryggi fólks og gera ráðstafanir út frá þeirri greiningu.

Bæklingurinn er hugsaður sem yfirlit yfir þá þætti sem skoða þarf og meta í vinnuumhverfi. Hann er einungis gefinn út sem netbæklingur með það í huga að hægt er að auka þekkingu sína á vinnuvernd gegnum hinar ýmsum krækjur í bæklingnum.

 

Svava Jónsdóttir, sérfræðingur í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitins

svava@ver.is