Fréttir

Nýr bæklingur um forvarnir og viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum

15.12.2004


Vinnueftirlitið vill vekja athygli á nýútkomnum fræðslu- og leiðbeiningabæklingi sem ber heitið Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum - forvarnir og viðbrögð. Þessi bæklingur er  m.a. gefinn út í tilefni setningu nýrrar reglugerðar um  forvarnir og aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. 

Í bæklingnum er m.a. fjallað um eftirfarandi þætti:

  • Hvað telst vera einelti og kynferðisleg áreitni?
  • Hvað er það í vinnunni sem kann að ýta undir einelti og kynferðislega áreitni?
  • Hvernig má fyrirbyggja einelti og kynferðislega áreitni?
  • Hvaða úrræði skulu vera til staðar ef einelti og kynferðisleg áreitni kemur upp á vinnustað

Bæklinginn er hægt að fá hjá umdæmisskrifstofum Vinnueftirlitsins um land allt og kostar hann kr. 500. Einnig er hægt að panta hann í síma: 550-4600 eða í tölvupósti ? vinnueftirlit@ver.is. Heimilisfang aðalskrifstofu er: Vinnueftirlitið, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík.

Mögulegt er að fá bæklinginn sendan til sín. Þeir sem þess óska skulu taka fram nafn viðtakanda, kennitölu greiðanda og heimilisfang og verður bæklingurinn sendur viðtakanda ásamt gíróseðli.

Ása G. Ásgeirsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins