Fréttir

Nýr bæklingur fyrir erlenda starfsmenn

1.8.2007

Vinnueftirlitið hefur gefið út upplýsingaefni sem ætlað er erlendum starfsmönnum í vinnu á Íslandi.
Þetta er bæklingur sem kallast Vinnuvernd á Íslandi - leiðbeiningar fyrir erlenda starfsmenn.
Hann er gefinn út á 9 tungumálum, ensku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbó-króatísku, spænsku, taílensku, víetnömsku og íslensku.
Í bæklingunum er kynning á Vinnueftirlitinu og fyrirkomulagi vinnuverndarstarfs á Íslandi. Þarna eru einnig upplýsingar um vinnuverndarlögin nr. 46/1980, kafli um skyldur og ábyrgð yfirmanna og starfsmanna ásamt stuttri kynningu á persónuhlífum.
Bæklingunum er dreift endurgjaldslaust og þeir eru einnig hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins þar sem hægt er að prenta þá út.
Það er ósk okkar og von að efnið komi að gagni fyrir erlenda starfsmenn. Til þess að það megi verða þurfa allir að leggjast á eitt um að koma efninu í hendurnar á þeim sem þurfa á því að halda. Upplýsingar og fræðsla er ein helsta forvörnin í vinnuvernd.