Fréttir

Nýlegar rannsóknir á Norðurlöndum er lúta að öryggismálum í byggingariðnaði

27.5.2004

Norræna ráðherranefndin hefur nýverið birt skýrslu frá Norrænu málþingi sem haldið var í október 2003 í Danmörku um rannsóknir á öryggi við vinnu í byggingariðnaði.

Skýrslan segir frá niðurstöðum málþingsins hvað varðar fimm þætti í byggingariðnaði. Þættirnir eru eftirfarandi: Vinnuslys og fjöldi í vinnu á árunum 1992 til 2001; rannsóknir á vinnuslysum og forvörnum; mikilvægi öryggismenningar á vinnustöðum; áhrif stærðar fyrirtækja á öryggismál; og að lokum góð fordæmi í öryggisstjórnun. Þessu til viðbótar eru í skýrslunni 75 úrdrættir um verkefni sem eru í gangi eða verkefni sem er nýlega lokið á sviði öryggisrannsókna í Norrænum byggingariðnaði.
 
Vinnueftirlitið tók virkan þátt í að undirbúa málþingið. Auk vann Vinnueftirlitið gögn fyrir þingið um stöðu rannsókna á öryggi við vinnu í byggingariðnaði á Íslandi. Það er von Vinnueftirlitsins að skýrslan veki athygli á málefninu og hvetji til frekari vinnu á sviði öryggisrannsókna og vinnuverndar almennt í byggingariðnaði


Titill skýrslunnar er:

Safety in Building and Construction Industries: State of the art and perspectives on prevention. Kines. P. (Ed.). TemaNord 2004:520. Nordic Council of Ministers, Copenhagen, Denmark.