Fréttir

Ný tækni og líðan starfsmanna í fiskvinnslu

18.2.2004

Grein um samspil nýrrar tækni og líðanar starfsmanna í fiskvinnslu birtist nýlega í tímaritinu WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation.  Greinin byggir á rannsókn sem var unnin á vegum rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins og Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að þegar fiskvinnsluhúsum er skipt í þrjú tæknistig; lágtækni, millitækni og hátækni, má sjá að vinnufyrirkomulag í hátæknihúsunum hefur í för með sér talsvert andlegt og félagslegt álag fyrir starfsmenn, á sama tíma og sjálfræðið er minnst í þessum húsum. Einkum einkennir þetta hefðbundin kvennastörf. Í hátæknihúsunum voru starfsmenn einnig líklegastir til að kvarta undan ýmsum heilsufarsóþægindum. Engu að síður eru starfsmenn hátæknihúsanna líklegri en starfsmenn annarra fiskvinnsluhúsa til að lýsa ánægju sinni yfir þessum tækninýjungum og því vinnufyrirkomulagi sem fylgt hefur í kjölfarið.

Þeim, sem vilja kynna sér efnið frekar, er bent á:

Rafnsdottir GL og Gudmundsdottir ML. New technology and its impact on well being. WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation. 2004;22:31-39.