Fréttir

Ný skýrsla um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og vinnuvernd

12.9.2004

Nýlega kom út skýrsla á vegum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar sem ber titilinn Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og vinnuvernd (corporate social responsibility and safety and health at work). Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felur í sér að samfélagsleg- og umhverfissjónarmið eru samþætt daglegri stjórnun og starfsemi fyrirtækja og samskiptum við hluthafa.

Hægt er að skoða skýrsluna í heild á pdf formi með því að smella á eftirfarandi slóð: http://agency.osha.eu.int/publications/reports/210/en/CSR_Report_EN.pdf.

Ása G. Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í fræðsludeild Vinnueftirlitsins