Fréttir

Ný reglugerð um vélar og tæknilegan búnað

4.1.2010

Reglugerð um vélar og tæknilegan búnað nr. 1005/2009 tók gildi 29. desember 2009. Leysir hún af hólmi reglur nr. 761/2001 með sama nafni. Nýja reglugerðin er sett af Félags- og tryggingamálaráðuneytinu til innleiðingar á Evróputilskipun nr. 2006/42 um vélarbúnað ofl.  Nokkrar breytingar verða við þetta frá eldri reglum og eru þær helstar að inn kemur nýtt ákvæði varðandi áhættumat og jafnframt er nú skýrara en áður að CE-merkja skuli búnað sem heyrir undir gildissvið reglugerðarinnar og að samræmisyfirlýsing skuli liggja fyrir. Auk þess eru ýmsar minniháttar breytingar gerðar frá eldri reglum.

Varðandi áhættumatið þá skal framleiðandi búnaðar, sem heyrir undir gildissvið reglugerðarinnar, vinna áhættumat á hönnunarstigi búnaðarins og í framhaldi þess grípa til nauðsynlegra varnaðarráðstafana í samræmi við niðurstöðu matsins. Er þetta gert til að tryggja að vinnuverndarsjónarmið séu höfð til hliðsjónar frá upphafi við hönnun og smíði þess búnaðar sem notaður er á vinnustöðum.

Hönnuðir og framleiðendur véla og tækja eru hvattir til að kynna sér reglugerðina nánar en hægt er að nálgast hana hér.

Frekari upplýsingar veitir Helgi Haraldsson, helgi@ver.is