Fréttir

Ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

26.9.2007

Dómsmálaráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 585//2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Reglugerðin er sett á grundvelli nýrralaga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007.  Tilgangur þessa regluverks er að sameina eftirlit og stjórnsýslu með veitingastöðum og gististöðum, sem nú mun alfarið vera í höndum lögreglustjóra um land allt.

Vinnueftirlitið á að gefa umsögn, skv. reglugerðinni um það hvort að það telji ofangreinda atvinnustarfsemi uppfylla lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 ásamt reglum settum á grundvelli þeirra laga.  Ef veitingastaðir og gististaðir uppfylla ekki kröfur laganna getur stofnunin gefið út neikvæða umsögn sem kemur þá í veg fyrir að ofangreind atvinnustarfsemi fái rekstarleyfi.
 
Sjá nánarreglugerð nr. 585/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Samhliða setningu þessarar reglugerðar þá falla úr gildi reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum og reglugerð nr. 288/1987 um veitinga- og gististaði.