Fréttir

Norræna ráðherranefndin auglýsir styrki til rannsókna og verkefna á sviði vinnuverndar

25.7.2007

Norræna vinnuverndarnefndin, sem er hluti af hinu norræna samstarfi og  undir forrystu Norrænu ráðherranefndarinnar auglýsir styrki til  rannsókna og verkefna á sviði vinnuverndar. Umsóknarfrestur er til 31.8.2007 sbr. hjálagða auglýsingu.

Við veitingu styrkja á þessu sviði verður áhersla lögð á verkefna sem fela í sér samstarf milli norrænna þjóða,og eru  umsækjendur  hvattir  að hafa það í huga við undirbúning umsókna sinna.

Áhersluatriðin sem nú liggja fyrir m.t.t vinnuverndarþátta eru:

  • Andleg vellíðan í vinnu
  • Forvarnir gegn sjúkdómum í stoðkerfi
  • Vinnuslysavarnir
  • Innflytjendur, vinnuumhverfi og félagsleg undirboð
  •  Markmiðssetning og áhrifavaldar í vinnuverndarstefnu á Norðurlöndum 
  •  Leiðir til að draga úr veikindafjarvistum og til að gera öllum kleift að vera þátttakendur á vinnumarkaði
  • Styrking norræns vinnueftirlitssamstarfs
  • Stöðlunarvinna á vinnuverndarsviði á innri markaði Evrópu.

 Umsóknum  skal skila á þar til gerðu eyðublaði: 
(www.norden.org/web/sf4-bidrag/sk/projektansokan.rtf.
www.norden.org/web/sf4-bidrag/uk/applicationform.rtf.)
og senda fyrir 31. ágúst 2007 til:
Nordisk Arbeidsmiljøutvalgt v/utvalgssekretær
Christin Thea Wathne, Arbeidsforskningsinstituttet 
Post Boks 6954 St. Olavs Plass
NO-0130 Oslo, Norge
e-mail:
wach@afi-wri.no   
Tel. +47 996 011 093, fax: +47 22 56 89 18