Fréttir

Norræn skýrsla um einelti á vinnustöðum

4.4.2011

Komin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ítarleg skýrsla um stöðu og þekkingu á sviði eineltismála á vinnustöðum á Norðurlöndum. Skýrsla þessi byggir á samanburði á upplýsingum og þekkingu á Norðurlöndum, hvað varðar umfang, áhættuþætti, afleiðingar og mögulegar forvarnir er kemur að einelti á vinnustöðum.
Um leið og allir sem hafa áhuga á þessum málaflokki eru hvattir til þess að kynna sér skýrsluna er jafnframt minnt á að námskeið um einelti á vinnustöðum verður haldið hér á landi í septemberbyrjun.
en upplýsingar um námskeiðið má finna hér: http://www.niva.org/courses/2011/6108.htm

Skýrslan verður kynnt á fundi Vinnueftirlitsins og Vinnís 19.5 2011 kl 15:30.