Fréttir

Norræn samanburðarrannsókn á vinnuverndarlöggjöf Norðurlandanna

25.8.2011

Komin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar skýrsla um samanburð á vinnuverndarlöggjöf Norðurlandanna.  Í skýrslunni er gerður samanburður á gildissviði, efni, stjórnsýslu, framkvæmd og eftirfylgni þeirra laga og reglna sem gilda í hverju landi fyrir sig.  Var rannsóknin unninn af hópi sérfræðinga frá öllum Norðurlöndunum.  Verkefnastjóri rannsóknarinnar var Björn Þór Rögnvaldsson lögfræðingur Vinnueftirlits ríkisins og starfsmaður verkefnisins var Helga Rún Hafliðadóttir lögfræðingur.