Fréttir

Norræn samanburðarrannsókn á vinnuverndarlöggjöf Norðurlandanna

25.8.2011

Komin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar skýrsla um samanburð á vinnuverndarlöggjöf Norðurlandanna.  Í skýrslunni er gerður samanburður á gildissviði, efni, stjórnsýslu, framkvæmd og eftirfylgni þeirra laga og reglna sem gilda í hverju landi fyrir sig.  Var rannsóknin unninn af hópi sérfræðinga frá öllum Norðurlöndunum.  Verkefnastjóri rannsóknarinnar var Björn Þór Rögnvaldsson lögfræðingur Vinnueftirlits ríkisins og starfsmaður verkefnisins var Helga Rún Hafliðadóttir lögfræðingur.
 
Skýrsluna má finna hér:

SKÝRSLA UM SAMANBURÐ Á VINNUVERNDARLÖGGJÖF NORÐURLANDANNA