NIVA auglýsir eftir umsóknum
NIVA - Norræna menntunarstofnunin í vinnuverndarfræðum (Nordic Institute for Advanced Training in Occupational Health) auglýsir eftir tillögum að námskeiðum á árinu 2005. Mikilvægt er að fá sem flestar tillögur og þær komi sem víðast að.
Jafnframt auglýsir Norræna ráðherranefndin eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði vinnuverndar (arbetsmiljö- och arbetslivsforskning).
Frekari upplýsingar um NIVA og námskeið á þeirra vegum er að finna á heimasíðu Niva (http://www.niva.org/).