Fréttir

Niðurstöður úr eftirlitsátaki í byggingariðnaði sem fram fór í júní 2003

13.8.2003

Vinnueftirlitið tekur þátt í Evrópsku eftirlitsátaki á byggingarvinnustöðum sem fram fer árin 2003 og 2004. Alls taka 17 þjóðir þátt í átakinu þ.e.a.s. öll 15 aðildarríki Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs sem eru aðilar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Átakið er framkvæmt samtímis í öllum löndunum. Fyrsti hluti átaksins fór fram í júní 2003. ( sjá nánar grein um átakið og sérstakan kynningarbækling um átakið).

Í átakinu í júní voru heimsóttir 74 byggingarvinnustaðir og skoðað var sérstaklega hvernig staðið var að fallvörnum t.d. á vinnupöllum, þökum, umhverfis göt í gólfi og alls staðar þar sem hætta er á falli. Í því sambandi var metið hvernig verktakar standa að vali, notkun og viðhaldi tækja og búnaðar.

Einnig var sérstaklega skoðað hvernig verkkaupar og verktakar standa sig í að uppfylla kröfur sem fram koma í reglum nr. 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum. Í því sambandi voru eftirfarandi atriði skoðuð:

  • hafði samræmingaraðili öryggis- og heilbrigðismála verið skipaður
  • hafði verið gerð öryggis- og heilbrigðisáætlun
  • hafði byggingarframkvæmdin verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins
  • var öryggis- og heilbrigðishandbók fyrirliggjandi.

Helstu niðurstöður átaksins í júní voru eftirfarandi:

  • heimsóttir voru 74 byggingarvinnustaðir
  • starfsmannafjöldi á þessum 74 byggingarvinnustöðum var alls 1453
  • fjöldi verktaka og undirverktaka á þessum 74 byggingarvinnustöðum var alls 265
  • gerðar voru kröfur um meiri eða minni úrbætur á 60 af þessum 74 byggingarvinnustöðum
  • vinna var bönnuð á 2 stöðum
  • einn aðili var kærður vegna mikils vanbúnaðar á vinnupöllum

Hjálagt má sjá niðurstöður átaksins á sérstökum skýrslublöðum sem hver þjóð skilar til Evrópusambandsins að loknu hverju átaki. Skilað er skýrslu eftir stærð fyrirtækja, en stærðarflokkarnir eru fyrirtæki með

Einnig er hjálagt skýrsla þar sem sjá má útkomuna hjá öllum fyrirtækjum samanlagt.

Átakið verður endurtekið dagana 8-19 september 2003.