Fréttir

Nagla- og heftibyssur falla undir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað

22.6.2011

Reglugerðin var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 2006/42/EB, svokallaðri vélatilskipun. Í reglugerðinni eru ákvæði um nagla- og heftibyssur sem taka við af ákvæðum í eldri reglum nr. 476/1985 um naglabyssur og nr. 475/1985 um heftibyssur. Til 29. júní 2011 er heimilt að setja á markað og taka í notkun nagla- og heftibyssur í samræmi við ákvæði eldri reglnanna en eftir það skal þessi búnaður uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað.

Reglugerð um vélar og tæknilegan búnað er aðgengileg hér.