Fréttir

Morgunverðarfundur um streitu 3. feb. nk. á Grand Hóteli

31.1.2004

Streita ? forvarnir og viðbrögð er yfirskrift morgunverðarfundar sem haldinn verður þriðjudaginn 3. febrúar nk. á Grand Hóteli. Fundurinn stendur frá
kl. 8:30 - 10:30. Aðgangseyrir er kr. 2.500.- (morgunverður innifalinn).

Dagskrá:

  • Heilsuvernd og heilsuefling á vinnustað. Erindi flytja Svava Jónsdóttir og Ása G. Ásgeirsdóttir sérfræðingar hjá Vinnueftirlitinu.
  • Hámörkun árangurs og vellíðunar á vinnustað: stefnumiðuð nálgun við streitustjórnun. Erindi flytur Dr. Valerie J. Sutherland, ráðgjafi hjá Sutherland Bradley Associates í Bretlandi. Titill á ensku er Optimising Performance and Well-Being in the Workplace:  A Strategic Approach to the Management of Stress.
  • Panelumræður með þátttöku: Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, félagsfræðings hjá Vinnueftirlitinu, Guðrúnar Óladóttur, forstöðumanns sjúkrasjóðs Eflingar, Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis, Sigríðar Lillý Baldursdóttur, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Tryggingastofnunar og Ylfu Edith Jakobsdóttur, starfsmannastjóra Marel.

Fundurinn er einkum ætlaður stjórnendum fyrirtækja, starfsmanna- og starfsþróunarstjórum, millistjórnendum, starfsmönnum tryggingarfélaga, sjúkrasjóða og ráðgjafarfyrirtækja og nemendum, en allir áhugasamir eru velkomnir.

Fundarstjóri er Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðsheilsustöðvar.

Fundurinn er haldinn á vegum Vinnueftirlitsins ? Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum, Landlæknisembættis og Starfsleikni.is.

Skráning er  hjá Vinnueftirlitinu á netfanginu: asa@ver.is  eða  í síma 550-4600.