Fréttir

Morgunverðarfundur

17.10.2005

Í tilefni evrópsku vinnuverndarvikunnar verður haldinn morgunverðarfundur á Grand Hóteli, þriðjudaginn 25. október 2005, helgaður hávaða og bættri hljóðvist. Að fundinum standa Vinnueftirlit ríkisins og Vinnuvistfræðifélag Íslands - Vinnís.

Dagskrá fundarins:

   • Skráning og morgunverður kl. 8:30 til 9:00
   • Ávarp Árna Magnússonar félagsmálaráðherra
   • Inngangur
    - Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins
   • Hljóðhönnun vinnustaða
    - Ólafur Hjálmarsson, verkfræðingur hjá Línuhönnun
   • Bætt hljóðvist orkuvera Hitaveitu Suðurnesja - tilgangur og markmið
    - Þórður Andrésson, stöðvarstjóri orkuvers Hitaveitu Suðurnesja
   • Opnum augun fyrir hávaðanum
    - Helga Sigurbjörnsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Glaðheima
   • Hljóðvist í opnum rýmum Orkuveitu Reykjavíkur
    - Haraldur Haraldsson, deildarstjóri öryggis- og vinnuumhverfismála hjá Orkuveitu Reykjavíkur 
   • Viðurkenningar fyrir góðar lausnir/gott starf 
   • Fundarlok kl. 11:00


Þátttaka er ókeypis.
Skráið þátttöku í síma 550 4600 eða með tölvupósti: vinnuverndarvikan@ver.is

Grand Hótel - Hvammur - Sigtúni 38 - 105 Reykjavík
Þriðjudaginn 25. október 2005 - kl. 8:30 - 11:00