Fréttir

Milljón vinnustundir án fjarveruslyss

28.12.2005?Stærsti skóli í vinnuvernd á Íslandi? eru ummæli Þorvaldur P. Hjarðar yfirmanns Vinnueftirlitsins á Egilsstöðum um verktakafyrirtækið Bechtel sem vinnur þessa dagana að uppsetningu álverksmiðju Fjarðaáls á Reyðarfirði.  Samkvæmt Þorvaldi hefur verkið gengið afburða vel með tilliti til öryggis- og vinnuverndarmála og var nýlega haldið upp á þann góða árangur að það náðist að vinna í milljón vinnustundir án fjarveruslyss.  Þakkar Þorvaldur þetta m.a. innra vinnuverndarstarfi og þeirri miklu fræðslu sem starfsmenn og þá sérstaklega nýliðar fá um vinnuvernd og öryggismál þegar þeir hefja störf á framkvæmdasvæðinu.  ?Hvert verk er greint með tilliti til hættu og menn leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir slysin og þetta er að skila árangri hjá þeim...? sagði Þorvaldur jafnframt.  ?Hver maður fær  fræðslu og þjálfun, bæði varðandi sitt verksvið og eins varðandi áhættugreiningu.  Þetta er eins og annarsstaðar, þeir sem leggja sig fram ná árangri og það ánægjulegasta er að þeir segjast vera að græða á því að gera þetta svona.?

Vinnueftirlitið óskar Bechtel og starfsmönnum fyrirtækisins til hamingju með árangurinn.