Fréttir

Málþing Vinnís og Vinnueftirlitsins 19. maí nk.

18.5.2011

Málþing Vinnís og Vinnueftirlitsins 19 maí n.k.
Kynning á norrænni skýrslu um einelti á vinnustöðum.
Komin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ítarleg skýrsla um stöðu og þekkingu á sviði eineltismála á vinnustöðum á Norðurlöndum.
Skýrsla þessi byggir á samanburði á upplýsingum og þekkingu á Norðurlöndum, hvað varðar umfang, áhættuþætti, afleiðingar og mögulegar forvarnir er kemur að einelti á vinnustöðum.
Á málþinginu verður skýrslan kynnt af Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands og Kristni Tómassyni yfirlækni hjá Vinnueftirlitinu.

Að fyrirlestri loknum gefst færi á fyrirspurnum og umræðum.
Málþingið verður haldið í sal Vinnueftirlitsins að Bíldshöfða 16,
fimmtudaginn 19. maí  2011.  kl. 15:30-16:30.

Aðgangur er ókeypis og þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á málþingið á netfangið: leifur@ver.is

Vonumst til að sjá ykkur sem flest,
f.h. stjórnar Vinnís og Vinnueftirlits ríkisins
Leifur Gústafsson