Fréttir

Málþing Vinnís og Vinnueftirlitsins 14. apríl nk.

5.4.2011

Vinnís og Vinnueftirlitið taka höndum saman og kynna tvö verkefni.
Fyrra verkefnið er um dauðaslys við vinnu á norðurlöndunum 2003 ? 2008. Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins mun kynna rannsóknarskýrsluna og helstu niðurstöður.
Seinna verkefnið sem kynnt verður er átaksverkefni Vinnueftirlitsins um efnaáhættumat hjá sprautu- og réttingaverkstæðum á Íslandi. Jóhannes Helgason M.Sc. í heilbrigðisvísindum og starfsmaður Vinnueftirlitsins kynnir niðurstöður.
Í lok fyrirlestra gefst færi á fyrirspurnum og umræðum.

Málþingið verður haldið í sal Vinnueftirlitsins að Bíldshöfða 16, þann 14.apríl  2011á milli kl. 15:30 og 16:40.
Aðgangur er ókeypis og þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á málþingið á netfangið: leifur@ver.is