Fréttir

Málþing Evrópugeðlækna

3.5.2002

11. málþing geðlækna, sem starfa í Evrópu og hafa áhuga á félags- og faraldsfræði geðsjúkdóma, var haldið 17. til 20. apríl sl. í Árósum. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins flutti erindi sem byggt er á rannsókn sem rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins framkvæmdi á líðan starfsfólks á öldrunarstofnunum. Erindið nefndist: Atvinnutengdir sálfélagslegir þættir og meðferð við geðkvillum.