Fréttir

Léttum byrðarnar - Ítarlegur evrópskur vefur um að handleika byrðar

20.1.2009

Árið 2007 setti vinnunefnd forsvarsmanna vinnueftirlita á laggirnar vinnu sem beinir sjónum að samspili þess að handleika byrðar í vinnu og kvartana frá stoðkerfi. Þetta er brýnt þar sem gera má ráð fyrir að kvartanir frá stoðkerfi séu með algengustu kvörtunum sem fólk á vinnumarkaði finnur fyrir. Í tengslum við þetta var hrint úr vör átakinu léttum byrðarnar á árinu 2008 og var miklu efni safnað saman um það. Þrátt fyrir að nokkuð efni megi finna á íslensku  m.a. á vef Vinnueftirlitsins þykir rétt að vekja athygli á þessum vef sem er á ensku www.handlingloads.eu.

Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnuefltirlitsins