Fréttir

Leiðbeiningarit um forvarnir og viðbrögð við efnaslysum

21.8.2003

Vinnueftirlitið vill vekja athygli á því að önnur útgáfa af leiðbeiningaritinu ?OECD Guiding Principles for Chemical Accident Prevention, Preparedness and Response? er komin út. OECD stendur að þessari útgáfu eftir viðamikið samstarf við sérfræðinga á þessu sviði. Í þessum leiðbeiningum er lögð áhersla á forvarnir og undirbúningsstarf til að koma í veg fyrir efnaslys hjá þeim fyrirtækjum sem vinna með hættuleg efni. Einnig er lögð áhersla á rétt viðbrögð, þegar efnaslys verða, til að minnka hugsanlegt tjón.

Lögð er áhersla á að það séu ekki bara stóru efnafyrirtækin sem þurfa að gera viðeigandi ráðstafanir til að forðast slys heldur þurfa öll fyrirtæki sem hafa hættuleg efni, er geta valdið tjóni á mönnum, mannvirkjum og umhverfi, að gera það líka.

Þetta þýðir að öll fyrirtæki, smá sem stór, ríkis eða einkarekin hvort sem þau framleiða, nota, meðhöndla eða geyma hættuleg efni þurfa að gera viðeigandi ráðstafanir til að minnka líkur á efnaslysi og draga úr áhrifum þeirra ef þau gerast. OECD leiðbeiningaritið er því nauðsynlegt hjálpartæki fyrir öll fyrrgreind fyrirtæki til að ná árangri á þessu sviði.

Sjá leiðbeiningaritið .

Friðjón Már Viðarsson, líffræðingur í Efna og hollustuháttadeild Vinnueftirlitsins.