Fréttir

Landsnet um heilsueflingu á vinnustöðum

13.6.2005

Landsnet um heilsueflingu á vinnustöðum (1000187)  Create subpage Delete page Move page  Preview page

         
Lykilþættir sem stuðla að eflingu heilsu á vinnustöðum er skilningur og ábyrgð í verki hjá yfirstjórn, virk vinnuvernd, menning, mannauðs- og gæðastefna og vinnuskipulag sem hvetur og virkjar starfsmenn til heilsueflingar.

Landsnet um heilsueflingu á vinnustöðum hefur verið stofnað og er öllum vinnustöðum boðinn aðgangur að því.


Starf Landsnetsins veturinn 2004-2005 felur meðal annars í sér:

Opna fræðslufundi annan hvern mánuð
Rafrænt fréttabréf - kemur út í feb 2005 og sept 2005
Málþing í febrúar 2005 um áfengis- og vímuvarnir á vinnustöðum
Heilsudag í mars 2005


Fjórða evrópskra ráðstefnan um heilsueflingu á vinnustöðum
Þrjú íslensk fyrirtæki hljóta viðurkenningu
Hvers vegna Landsnet um heilsueflingu á vinnustöðum
Drög að yfirlýsingu: Heilsuefling á vinnustöðum á Íslandi
Yfirlýsingar um heilsueflingu - heilsuvernd
Verkfæri - spurningalistar og gæðaviðmið
Starfsemi landsnetsins
Starf Landsnetsins veturinn 2003 til 2004
Stofnfundur - samantekt
Andleg heilsuefling á vinnustöðum

Þeir sem vilja kynna sér heilsueflingarstarfið og taka þátt í því geta haft samband við Ásu G. Ásgeirsdóttur asa@ver.is, s: 5504600.
 
 
              
    
--------------------------------------------------------------------------------
Dagskrá fræðslufunda - haust 2004 og vor 2005

Opnir fræðslufundir verða haldnir annan hvern mánuð í húsakynnum vinnustaða sem eiga fulltrúa í Landsneti um heilsueflingu á vinnustöðum.

27. september 2004 - Orkuveitan

Kynning á heilbrigðis- og öryggismálum Orkuveitu Reykjavíkur

Mætingastjórnun

Fyrirlesari:  Haraldur Haraldsson, deildarstjóri öryggis- og vinnuumhverfismála Orkuveitunnar

24. nóvember 2004 - Actavis

Kynning á heilsueflingu hjá Actavis
Fyrirlesari: Harpa Böðvarsdóttir, sérfræðingur á starfsmannasviði Actavis

Gildi hreyfingar
Fyrirlesari: Gígja Gunnarsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþrótta- og umhverfissviðs ÍSÍ

20. janúar 2005- Leikskólar Reykjavíkur
Nánari upplýsingar um dagskrá funda birtist síðar
 
 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Fjórða evrópska ráðstefnan um heilsueflingu á vinnustöðum

Ráðstefna var haldin á vegum Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á vinnustöðum í Dublin á Írlandi 14. og 15. júní 2004. Yfirskrift hennar var Myndun tengslaneta í Evrópu með áherslu á heilsueflingu á vinnustöðum (Networking workplace health in Europe). Ráðstefnan var haldin í Dublinarkastala í hjarta borgarinnar.


Fulltrúar Íslands á ráðstefnunni voru:

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar
Guðfinna Stefánsdóttir, starfsmannahaldi Landsvirkjunar
Sigrún Viktorsdóttir, starfsmannastjóri VR
Guðrún Óladóttir, forstöðumaður Sjúkrasjóðs Eflingar
Svava Jónsdóttir, sérfræðingur í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins
Ása G. Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í fræðsludeild Vinnueftirlitsins

Ráðstefnan var skipulögð með 3 þemu í huga. Í fyrsta lagi stofnun Landsneta um heilsueflingu í hverju Evrópulandi fyrir sig (national infrastructures). Í öðru verkfæri (tools) til að koma á heilsueflingu á vinnustöðum og í þriðja lagi rökstuðningur - að sýna fram á árangur af heilsueflingu (business case). Fyrir hvert þema var skipulögð röð fyrirlestra með erindum sem allir ráðstefnugestir hlýddu á en síðan völdu þátttakendurnir úr 6 fyrirlestrarröðum og voru haldnir fjórir fyrirlestrar í hverri röð.

Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir á ráðstefnunni og var markvert að fylgjast með ólíkum áherslum landanna í heilsueflingarmálum. Vakti það athygli ráðstefnugesta hve veikindafjarvistir til lengri eða skemmri tíma er orðið mikið vandamál í mörgum löndum Evrópu. Stærsti ávinningur af heilsueflingu á vinnustöðum er því ekki síst fólginn í því að lækka tíðni veikindafjarvista og því má segja að þó ekki náist árangur í öðru en því að minnka fjarveru frá vinnu, sé heilsuefling fjárhagslega hagkvæm fyrir alla - vinnuveitendur, starfsmenn og þjóðfélagið allt.

Í opnunarerindi sínu Að koma á lýðheilsu í Evrópu ? hlutverk heilsueflingar á vinnustöðum (Driving Public Health in Europe - the Role of Workplace Health promotion) vakti David Byrne, forstöðumaður stjórnardeildar Evrópusambandsins um heilsu og neytendavernd (European Commissioner for Health and Consumer Protection) athygli því að þar sem við eyðum mestum vökutíma okkar í vinnunni sé vinnustaðurinn kjörinn vettvangur heilsueflingar og að niðurstöður rannsókna sýndu að fjárfesting í heilsueflingu borgi sig, bæði hvað framleiðni og ánægju starfsfólks varðar. Stærsta áskorunin sé hins vegar fólgin í því að aðstoða fólk við að taka ábyrgð á eigin heilsu og taka stefnuna á að koma á heilbrigðum vinnustöðum í stað sjúkra.

Verkfæri

Mikil áhersla var lögð á ráðstefnunni á að kynna gerð og miðla upplýsingum um verkfæri (tools) til að koma á heilsueflingu á vinnustöðum. Ráðstefnugestir hlýddu á fyrirlestra þar sem kynnt voru ýmis dæmi og aðferðir frá ólíkum löndum sem henta vinnustöðum af mismunandi stærðum og gerðum.

Írinn Dr. Richard Wynne (Work Research Centre) fjallaði um ?Netið? og möguleika þess á að skapa tengsl milli manna, miðla upplýsingum og skiptist á reynslusögum og mismunandi aðferðum. Helstu áskoranirnar felast hins vegar í:

að vinnuaflið er að eldast
þeirri staðreynd að fólk hættir fyrr á vinnumarkaði vegna heilsubrests
aukinni tíðni atvinnusjúkdóma og atvinnutengdra sjúkdóma
Wynne benti á að nýjar aðferðir þurfi að koma til að efla heilsu vinnandi fólks og þar geti Netið nýst, bæði hvað hugmyndafræðina varðar og hvað aðgerðir áhrærir. Einnig sé ljóst að heilsuefling á vinnustað tengist almennu heilsufari, stefnu í þjóðfélagsmálum og vinnumarkaðinum almennt.

Ása G. Ásgeirsdóttir hélt erindi í fyrirlestrarröð þar áhersla var lögð á matsaðferðir. Þar kynnti hún samevrópska verkefnið ALSOI ? (Assesment of Lifestyle satisfaction in occupational integration). Unnið var að verkefninu í 4 löndum. Markmiðið var að mæla ánægja með lífsstíl einstaklinga með vitrænar hamlanir sem eru í atvinnu með stuðningi á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Íslandi eða sambærilegra erlendra stofnanna. Einnig var úbúin handbók um niðurstöðurnar.

Yfirskrift einnar fyrirlestrarraðar um verkfæri var Almennar leiðbeiningar (Covering All Stages-General Guidelines). Þar fjallaði m.a. Klaus Pelster frá Þýskalandi um aðferðafræði sem fyrirtæki hans starfar eftir. Fyrirtækið sem er heilbrigðisstofnun, með 25 sérfæðinga innanborðs, hefur veitt 400 fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við að koma á heilsueflingu. Markmið þeirra er að gera vinnuumhverfið heilsusamlegt og tækið eða þróunarverkfærið (process elements) sem þeir nota er heilsuhringurinn. Áherslur módelsins geta verið mismunandi, þ.e. geta snúist um streitu, framleiðni og eða hæfni. Austurríkismenn hafa einnig komið á verkefnum sem byggja á hugmyndafræðinni um heilsuhringinn. Í fyrirlestrunum kom fram að mikilvægt sé að hlutaðeigandi geri sér grein fyrir að það kosti peninga að hefja slíkt verkefni þ.e. heilsuhringinn og ef menn séu ekki tilbúnar að borga sé spurning hvort fara eigi af stað. Betra sé byrja ekki með verkefni en vekja væntingar sem ekki sé hægt að standa við.

Hvers vegna á að koma á heilsueflingu

Í opnunarerindi sínu lagði Marc De Greef, forstöðumaður Prevent í Belgíu, áherslu á að áskoranirnar væru margar og margvíslegar. Þar sem stærsta fjárfesting margra vinnustaða væri í mannauðnum þyrftu þeir sem starfi að heilsueflingu að gera ávinninginn af heilsueflingu sýnilegan og vekja upp jákvæða umræðu til að geta sannfært aðra sem málið varðar, þar á meðal atvinnurekendur og opinbera aðila. Heilsuefling og þá sérstaklega slagorðið heilbrigt starfsfólk á heilbrigðum vinnustöðum sé stefna sem eigi vel saman við yfirskriftina heilbrigt fólk í heilbrigðu efnahagslífi. Ávinningur heilsueflingar á vinnustöðum sé sá sami bæði fyrir fyrirtækin og einstaklingana, þar eru sameiginlegir hagsmunir séu til staðar.

Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar kynnti heilsueflingarstarf hjá Landsvirkjun í fyrirlestrarröð opinberra fyrirtækja. Í máli sínu lagði hún áherslu á mikilvægi vinnustaðagreininga, fræðslu, heilsufarsskoðana og að viðhalda lágri starfsmannaveltu. Sigþrúður benti ennfremur á að rökstuðningur sem byggir á tölum skili oft miklum árangri þegar ná þarf til æðstu stjórnenda. Í því sambandi benti hún á nauðsyn þess að koma á góðu samstarfi og upplýsingaflæði milli ólíkra deilda og þá sérstaklega milli þeirra deilda sem annast mannauðinn og þeirra sem sjái um fjármál.

Ein fyrirlestraröð á ráðstefnunni bar yfirskriftina Lítil og meðalstór fyrirtæki (Small and Medium Sized Enterprises) þar sem aðilar frá Rúmeníu, Svíþjóð, Ítalíu og Grikklandi sögðu frá heilseflingarverkefnum sem þeir höfðu tekið þátt í. Á erindi Calin Ardeleanu frá Rúmeníu mátti merkja að þar eru menn enn að fást við vinnuverndar- og umhverfismál sem Vesturevrópubúar eru flestir nú þegar búnir að leysa, s.s. að uppfylla kröfur um hreinlæti, kaffiaðstöðu, salerni o.s.frv. fyrir starfsmenn.

Ennfremur var sögð mjög áhugaverð reynslusaga frá Svíþjóð frá fyrirtækinu MÖBEL AB, sem þróar og hannar húsgögn sem síðan eru framleidd utanlands. Fyrirtækið sem er 14 ára gamalt hefur gengið mjög vel og stækkað mjög hratt. Ábyrgðinni á heilsuverndarmálum er dreift og hafa þeir gert samning um heilbrigðisþjónustu við utankomandi aðila, sem jafnframt mælir öryggi og heilbrigði vinnustaðarins reglulega. Þeir hinir sömu sjá um fræðslu og þjálfun starfsmanna í heilbrigðis- og öryggismálum. Ávinningurinn hefur þegar komið í ljós þ.e. samkvæmt mælingum hefur framleiðnin aukist (afköst) og gæðin einnig. Engir sýnilegir vaxtarverkir í fyrirtækinu hafa komið í ljós þrátt fyrir ótrúlegan vöxt þess. Framtíðarsýnin sé að þróa daglegt starf og að bæta enn frekar heilbrigði á vinnustaðnum. Eitt af 4 megin markmiðum fyrirtækisins á næsta ári sé heilbrigði starfsmanna. Per Lind, sem flutti erindið fyrir hönd fyrirtækisins, lagði mikla áherslu á það, í erindi sínu, að menn séu ávallt að hlusta og leita eftir smáatriðunum sem lagfæra megi á vinnustaðnum. Það séu þessir litlu hlutir sem skipti miklu máli þegar heildarmyndin sé skoðuð.

Frá Ítalíu heyrðum við af áhugaverðu verkefni sem miðaði að því að aðstoða fólk við að komast aftur inná vinnumarkað eftir veikindi, slys o.fl. og frá Grikklandi kom frásögn af kerfisbundinni heilsueflingu þar sem starfsmenn fóru í árlegt heilsufarspróf, regluleg áhættugreining var gerð á vinnustaðnum og þarfagreining á þörfum fyrir heilsueflingu.

Landsnet

Í máli Gregors Breucker hjá samtökum sjúkrasjóða í Þýskalandi (BKK) kom fram að eitt af meginmarkmiðum fjórðu vinnuáætlunar Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á vinnustöðum hefði verið að stofna innanlandsnet í Evrópu með þátttöku ólíkra hagsmunaaðila í hverju landi fyrir sig. Nú væri búið að stofna landsnet um heilsueflingu á vinnustað í 19 þátttökuríkjanna.

Fyrirlestrarraðir um landsnet um heilsueflingu var skipt í sali eftir mál- eða menningarsvæðum þ.e. þýskumælandi ríki voru saman, frönskumælandi, enskumælandi, norræn lönd, suðurevrópa og austurevrópa. Ása G. Ásgeirsdóttir kynnti starf íslenska landsnetsins um heilsueflingu á vinnustöðum í fyrirlestrarröð norrænna þjóða.

Í máli þeirra kynntu landsnetin kom fram að lögð hefur verið áhersla í langflestum landanna að ná fram þátttöku ólíkra hagsmunaðila svo sem eins og hins opinbera, stofnanna og ráðuneyta, fulltrúa atvinnulífsins (bæði fulltrúa stéttarfélaga og atvinnurekenda), fagfélaga, sjúkrasjóða og almannatryggingastofnananna. Landsnetin eru þó ólík. Sem dæmi má nefna að í sumum landsnetanna taka vinnustaðir einnig þátt í þeim sem og rannsóknastofnannir. Einnig er sumum netum skipt eftir atvinnugreinum, stærð vinnustaða eða landssvæðum. Að lokum má nefna að sum netanna eru opin öllum á meðan önnur takmarka aðgang að þeim.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna á eftirfarandi vefslóð http://www.whpdublin2004.org/

Ása G. Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu

Sigrún Viktorsdóttir, starfsmannastjóri VR


 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Hvers vegna Landsnet um heilsueflingu á vinnustöðum

Í vinnunni fer fram stór hluti af athöfnum daglegs lífs og því er mikilvægt að umræða um heilsu og heilsueflingu eigi sér stað á þeim vettvangi.

Með starfi Landsnets um heilsueflingu á vinnustað á Íslandi er ætlunin að umræða um lýðheilsu og vinnuvernd fái greiðari aðgang að vinnustöðum. Í þessu samhengi er hugtakið heilsuefling á vinnustað skilgreint vítt og felur í sér að bæta líkamlega, andlega og félagslega færni vinnandi fólks á Íslandi.
 
Heilsuefling getur til dæmis falist í:

öruggu og aðlaðandi vinnuumhverfi
skýrum boðleiðum og jákvæðum samskiptum
að fyrirtæki búi til vinnureglur um áfengis- og vímuefnanotkun
að bjóða upp á heilsusamlegum mat í mötuneytum

Hlutverk landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum

Starfsemi netsins er ætlað að ná athygli ráðandi afla í þjóðfélaginu, auka almennan skilning á gildi heilsueflingar á vinnustöðum og stuðla að aukinni ábyrgð og þátttöku þeirra sem í hlut eiga þ.e. vinnuveitenda, starfsfólks, stjórnenda, félagasamtaka, fagfólks og hins opinbera. Landsnet um heilsueflingu á vinnustöðum verður hýst hjá Vinnueftirlitinu

Með landsnetinu verður hægt að tengja saman fyrirtækin sem hafa tekið þátt í starfinu síðustu fimm árin og þau sem hafa sýnt huga á samstarfi og hvetja önnur til þátttöku. En þar sem þetta er samfélagslegt verkefni er mikilvægt að ólíkir hagsmunaðilar í þjóðfélaginu komi að því og styðji þennan málstað.

Það er von okkar sem stöndum að landsnetinu að það að skapa umræðu og koma á framfæri þeim fyrirtækjum sem eru að gera jákvæða hluti í heilsueflingarmálum verði það öðrum hvatning til að hefja heilsueflingarstarf. Við viljum einnig hvetja til umræðu vinnustaða í milli þannig að þeir læri af hver öðrum og marki sér stefnu í heilsueflingarmálum.
 
Áhersla er lögð á að auka ábyrgð og frumkvæði stjórnenda og að heilsueflingin sé byggð inn í mikilvæga stefnumótun í fyrirtækjum og að hún verði mikilvægari þáttur í innra starfi fyrirtækja en hún er í dag.

Reynt verður að höfða til ímyndar fyrirtækja. Það er okkar staðföst trú að heilsuefling á vinnustað bæti ímynd fyrirtækja og geri vinnustaðinn meira aðlaðandi.

Ennfremur teljum við að þeir vinnustaðir sem er til fyrirmyndar í heilsueflingarmálum sýni vilja í verki í að fara að lögum um vinnuvernd en einnig að þau gangi skrefinu lengra í að bæta heilsu og líðan starfsmanna sinna og verði þannig öðrum vinnustöðum hvatning til að gera slíkt hið sama.
 
 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Yfirlýsingar um heilsueflingu - heilsuvernd
 
 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Dagskrá fræðslufunda - haust 2003 og vor 2004

Opnir fræðslufundir voru haldnir annan hvern mánuð í húsakynnum vinnustaða sem eiga fulltrúa í Landsneti um heilsueflingu á vinnustöðum.

Dagskrá fræðslufundanna

23. september ?  Landsvirkjun

Heilsuefling hjá Landsvirkjun
Fyrirlesari: Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs
Tóbaksvarnir á vinnustöðum
Fyrirlesari: Þóra Magnea Magnúsdóttir, sérfræðingur á fræðsludeild Vinnueftirlitsins
Öryggis- og áhættumat
Fyrirlesari: Árni Jósteinsson, sérfræðingur á þróunar- og eftirlitsdeild Vinnueftirlitsins
  11. nóvember - Sjóvá almennar

Heilsuefling hjá Sjóvá - Almennum
Fyrirlesari: Jóhanna Ingadóttir, fræðslustjóri
 Geðvernd í vinnunni
Fyrirlesari: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Landlæknisembættinu
  9. mars -  Marel

Heilsuefling hjá Marel
Fyrirlesari: Ylfa Edith Jakobsdóttir, starfsmannastjóri
Líðan á vinnustað: hvers er ábyrgðin?

Fyrirlesari: Ása G. Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og verkefnisstjóri Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum.


11. maí - Landsspítalinn Háskólasjúkrahús

Heilsuefling á vinnustað - Kynning á verkefni á LSH sem unnið var í tengslum við NIVA námskeið 2003 - 3004.
Fyrirlesarar: Linda Björnsdóttir, Guðný Gunnsteinsdóttir og Hólmfríður Erlingsdóttir er starfa á skrifstofu starfsmannamála LSH.

Opnar umræður um starf Landsnetsins og áherslur fyrir næsta starfsár.


 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Stofnfundur landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum

Á fundinn 12. maí sl. mættu eða sendu stuðningsyfirlýsingu

Fyrirtæki  og stofnanir sem hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum Vinnueftirlitsins og  Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á vinnustöðum (ENWHP) á síðustu 5 árum og önnur áhugasöm fyrirtæki.
Þessi fyrirtæki eru Landsvirkjun, Eimskip, Leikskólar Reykjavíkur, Landspítali, Sjóvá-Almennar, Landsbankinn, Íslensk Erfðagreining, Landsvirkjun, Kirkjugarðar Reykjavíkur, Alcan á Íslandi.

Fulltrúar lýðheilsusamtaka og ráða/stofnanna er vinna að heilsueflingarmálum og almannaheill: Áfengis- og vímuvarnarráð, Reykjalundur, Vinnuvistfræðifélag Íslands, Manneldisráð, Geðrækt og Landlæknisembættið.

Fulltrúar vinnumarkaðarins: Samtök atvinnulífsins, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Alþýðusamband Íslands.

 Fulltrúar ráðuneyta og ríkisstofnanna sem hafa með þennan málaflokk að gera: Heilbrigðisráðuneytið, Fjármálaráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Vinnueftirlitið og Tryggingastofnun.
Erindi á fundinum fluttu:

Anna Hermannsdóttir starfsþróunarstjóri hjá Leikskólum Reykjavíkur og kynnti hún heilsueflingarstarf innan Leikskólanna.

Árný Elíasdóttir, fræðslustjóri og Ingunn Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur í starfmannadeild Eimskips og kynntu þær starfsþróunarverkefni/andlega heilsueflingu innan Eimskips.

Dagrún Þórðardóttir, skrifstofustjóri Vinnueftirlitsins en hún kynnti starf Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á vinnustöðum (ENWPH) og samstarfið síðustu 5 árin.

Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins og fjallaði hann um ávinning á heilsueflingarstarfi vinnustaða.

Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum og kynnti hún starfið framundan og drög að yfirlýsingu um heilsueflingu á vinnustöðum á Íslandi.

Stofnun landsnetsins er liður í evrópsku netsamstarfi sem Vinnueftirlitið hefur tekið þátt í síðustu 5 árin. Evrópsku samstarfsnetið um heilsueflingu á vinnustað "The European Network for Workplace Health Promotion" hefur heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum að markmiði sínu og taka öll aðildarríki Evrópusambandsins og lönd evrópska efnahagssvæðisins þátt í því. Markmið samstarfsnetsins fyrir næstu árin er m.a. að stofna landsnet í öllum þátttökulöndum í Evrópu.
 
 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Starfsemi landsnetsins

Starfsemi innanlandsnets um heilsueflingu á vinnustað er ætlað að:
auka skilning á gildi heilsueflingar á vinnustöðum og stuðla að aukinni ábyrgð og þáttöku þeirra sem í hlut eiga þ.e. vinnuveitenda, starfsfólks, stjórnenda, félagasamtaka, fagfólks og hins opinbera
leiðbeina fyrirtækjum og stofnunum um hvernig hægt sé að koma á árangursríkri heilsueflingu á vinnustöðum
að skapa umræðuvettvang um tengd efni svo sem gæðastjórnun og  matsaðferðir.
standa fyrir fræðslufundum, kynningum og útgáfustarfsemi
miðla reynslu og upplýsingum í fréttabréfi, á netinu og á reglulegum fundum
koma vinnustöðum er sýna góð fordæmi í heilsueflingu á framfæri opinberlega
 
 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------


 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Verkfæri - spurningalistar og gæðaviðmið

Spurningalisti - Fyrirmyndir að heilsueflingu á vinnustað

Gæðaviðmið - Kvarði til að meta fyrirkomulag heilsueflingar á vinnustað
 
 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Andleg heilsuefling á vinnustað

[ Um andlega heilsueflingarverkefnið ]
[ Góð fordæmi ]


 
          
 
 
   
    
--------------------------------------------------------------------------------
Um andlega heilsueflingarverkefnið

Árið 2002 beindi Evrópska samstarfsnetið sjónum að andlegri heilsueflingu og var slagorð verkefnis þess engin heilsa án geðheilsu (sjá alþjóðlega heimasíðu verkefnisins). Andleg heilsuefling og forvarnir er þverfaglegt og samfélagslegt verkefni sem er ætlað að stuðla að ævilangri andlegri vellíðan og heilbrigði hjá einstaklingum, hópum og þjóðfélögum því allt starf sem miðar að því að efla heilsu, þ.m.t. andlegt heilbrigði, er líklegt til að koma í veg fyrir andlega vanlíðan. 

Markmið verkefnisins er að móta stefnu og starf í þessum málaflokki í þátttökulöndum Evrópu. Einnig  er unnið að því auka skilning á mikilvægi geðheilsueflingar, þ.e. fyrsta stig geðverndar og í öðru lagi að þeir sem veikjast af kvíða, þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum fái þann stuðning sem er nauðsynlegur til þess að geta unnið sín störf sér og öðrum til hagsbóta. Ennfremur á að efla úrræði og verður það starf byggt á upplýsingunum sem koma frá þátttökulöndunum.

Í heilsueflingarverkefninu var lögð áhersla á andlega heilsu:

Ungs fólks að 24 ára aldri 
Vinnandi fólks, á aldrinum 25-60 ára
Eldra fólks frá 60 ára aldri
Kristinn Tómasson og Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir unnu að þessu verkefni fyrir hönd Vinnueftirlitsins og höfðu umsjón með flokknum vinnandi fólk. Héðinn Unnsteinsson og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir frá Geðrækt höfðu umsjón með flokknum ungt fólk og Tómas Zoega hjá Landsspítalanum fyrir eldra fólk. Einnig unnu að verkefninu Anna Björg Aradóttir og Salbjörg Bjarnadóttir frá Landlæknisembættinu. 

Í verkefninu voru teknar saman upplýsingar og þeim miðlað til Evrópska samstarfsnetsins um:

góð fordæmi á sviði geðheilsueflingar
áhrif kvíðaraskana, þunglyndis og tengdra kvilla á lýðheilsu fólks í Evrópu
áhrif andlegrar heilsueflingar, forvarna, snemmtækrar greiningar og meðhöndlunar á geðsjúkdóma, þ.m.t. kvíðaraskanir, þunglyndi og áfengissýki auk annarra sjúkdóma
Vinnutengd streita færist sífellt í vöxt en hún getur verið viðbrögð við ýmsum þáttum tengdum vinnunni, skipulagi hennar og vinnuumhverfi. Hún einkennist oft af spennu og vanlíðan sem lýsir sér í því að starfsmanninum finnst hann eiga erfitt með að höndla þær aðstæður sem hann er kominn í. Markmiðið með verkefninu sem snýr að  andlegri heilsueflingu á vinnustöðum er að efla meðvitund og ábyrgð vinnuveitenda, starfsfólks, stjórnenda, félagasamtaka, hins opinbera og almennings.

Vinnueftirlitið leitaði til sex aðila sem hafa þróað verkefni tengd heilsuvernd, þ.m.t. andlegrar heilsueflingar. Þeir eru: Eimskip, Landsvirkjun, Hringsjá, Starfsendurhæfing Reykjalundar, Kirkjugarðar Reykjavíkur og Landsbankinn. Þessi fyrirtæki og stofnanir fylltu út spurningalista og lýstu starfseminni á þessum sviðum. Þessum upplýsinum um góð fordæmi var síðan miðlað áfram til Evrópska samstarfsnetsins. Einnig var send út lýsing á heilsueflingarverkefni í Leikskólum Reykjavíkur sem er samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins og Leikskóla Reykjavíkur.

Af þessum sex verkefnum voru þrjú þeirra valin sem góð fordæmi og verða lýsing á þeim birt í riti sem gefið verður út um samstarfsverkefnið. Þessir aðilar eru: Eimskip - starfsþróunarverkefni , Landsbankinn - Starfslok - ný framtíð og Leikskólar Reykjavíkur - Heilsuefling í leikskólum Reykjavíkur.