Fréttir

Konur, örorka og hindranir á vinnumarkaði - Hádegisfyrirlestur 19. september í Odda

18.9.2008

Fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd

Konur, örorka og hindranir á vinnumarkaði - Ásta Snorradóttir, félagsfræðingur og fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu

Fjölgun þeirra sem metnir eru til örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins hefur verið í umræðunni á undanförnum árum. Komið hefur fram að fleiri konur en karlar fá metna örorku og árið 2005 voru konur 60% allra öryrkja hjá TR. Athuganir hafa ekki náð að skýra að fullu hvað veldur þessum mun á fjölda kvenna og karla meðal öryrkja.
Í þessum fyrirlestri mun Ásta Snorradóttir greina frá rannsókn sinni á örorku meðal kvenna á Íslandi. Þar skoðaði hún hóp kvenna sem metnar eru með örorku hjá TR og greindi hvað einkennir þær konur og hvað skilur þær frá öðrum konum í þjóðfélaginu. Hún skoðaði sérstaklega hvernig þróun hefur verið meðal kvenna sem fengið hafa metna örorku vegna vefjagigtar og tók jafnframt viðtöl við konur með vefjagigt til að leita svara við því hvað aftrar þátttöku þeirra á vinnumarkaði. Rannsóknina vann Ásta sem lokaverkefni í meistaranámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn verður haldinn föstudaginn 19. september í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101 kl. 12-13.

Sjá fyrirlestraröð Rannsóknastofu í vinnuvernd