Fréttir

Könnun á líðan og viðhorfum starfsfólks á gisti-, veitinga- og skemmtistöðum - fyrir og eftir reykingabann

30.5.2007

Vinnueftirlitið og Rannsóknastofa í vinnuvernd gangast fyrir könnun á líðan og viðhorfum starfsfólks á gisti-, veitinga- og skemmtistöðum fyrir og eftir reykingabannið sem gengur í gildi 1. júní næstkomandi.
 
Könnunin fer fram í maí og aftur á haustmánuðum. Spurningalisti er sendur á vinnustaði og stjórnendur beðnir um að hvetja starfsmenn sína til að svara.

Spurningum er svarað á netinu. Fyllstu þagmælsku er gætt bæði um einstaklinga og vinnustaði en þátttakendum er gefinn kostur á að gefa upp nafn og einkanetfang og taka þannig þátt í happdrætti um ferð fyrir tvo til útlanda.

Könnunin er styrkt af Lýðheilsustöð.