Fréttir

Könnun á líðan og heilsu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum

19.4.2011

Samtök starfsfólks í fjármálafyrirtækjum standa nú fyrir könnun á líðan og heilsu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum í samvinnu við Vinnueftirlitið og Háskóla Íslands. Er þetta í annað sinn sem þessi rannsókn er lögð fyrir meðal starfsfólks fjármálafyrirtækja frá því bankahrunið varð árið 2008. Það hefur komið fram í nokkrum athugunum og rannsóknum að álag og starfstengd álagseinkenni aukast á tímum breytinga innan fyrirtækja, hvort sem er á tímum niðurskurðar, endurskipulagningar eða þegar fyrirtæki eru í vexti.
Skýrslu með niðurstöðum úr fyrri könnun má finna hér:
/media/upload/files/arsskyrslur/rannsoknir/skyrsla_ssf_2009.pdf