Fréttir

Hvað segja rannsóknir um viðhorfin til færni miðaldra og eldri á vinnumarkaði? - Hádegisfyrirlestur 20. mars í Odda

18.3.2009

Inga Jóna Jónsdóttir, lektor í viðskiptafræði við HÍ mun fjalla um viðhorf til færni miðaldra og eldri á vinnumarkaði í fyrirlestri sínum á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd föstudaginn 20. mars nk.
Í fyrirlestrinum verður rætt um áskoranir er tengjast miðaldra og eldri á vinnumarkaðnum út frá stjórnunarlegu sjónarhorni.  Færnikröfurnar á þennan hóp verða ræddar og vitnað þar í niðurstöður rannsókna.
Að lokum mun Inga Jóna koma inn á stjórnunarleg atriði sem vert er að hafa í huga og varða þróun þeirrar raunfærni sem þessi hópur þarf á að halda.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, Odda, stofu 201 kl. 12 - 13. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir
forstöðumaður/director
Rannsóknastofa í vinnuvernd
Research Centre for Occupational Health and Working Life Gimli, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík, Iceland