Fréttir

Horfur á vinnumarkaði - Hádegisfyrirlestur 23. janúar í Odda

20.1.2009

Nú á föstudaginn 23. janúar hefst ný fyrirlestraröð á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd. Ber fyrsti fyrirlestur heitið "Staðan á vinnumarkaði og horfur næstu mánuði".
Fyrirlesari er Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs hjá Vinnumálastofnun.
Í þessum fyrirlestri verður fjallað um breytta stöðu á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins og kreppu í efnahagslífinu. Karl mun fjalla um þróun atvinnuleysis síðustu vikur og mánuði með tilliti til þess sem er að gerast innan einstakra atvinnugreina og hjá mismunandi hópum í samfélaginu. Horft verður til næstu mánaða og reynt að leggja mat á horfur á vinnumarkaði þegar kemur fram á sumar.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, Odda, stofu 201 kl. 12-13.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir
forstöðumaður/director
Rannsóknastofa í vinnuvernd
Research Centre for Occupational Health and Working Life Gimli, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík, Iceland

> phone:  + 354 525 4176
> fax:    + 354 525 4179
> mobile: + 354 8978846
> http://www.riv.hi.is