Fréttir

Hjálpartæki til greiningar á atvinnutengdum sjúkdómum

31.5.2002

Nú hefur bæst við eitt mikilvægt hjálpartæki til greiningar á atvinnutengdum húðsjúkdómum sem gefið er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.  Fulltrúi Íslands við gerð þessara spurningakvera, sem eru til í stuttri og langri útgáfu, var dr. med Jón Hjaltalín Ólafsson. 

Er það von mín að með tilkomu þessara kvera muni glæðast áhugi á að sinna þessum mikilvægu málum af röggsemi.

Í þessu sambandi er rétt að minna á nauðsyn þess að greina vandann en til þess að hægt sé að þróa og skipuleggja fyrirbyggjandi ráðstafanir á vinnustöðum er nauðsynlegt að tilkynna um atvinnutengda sjúkdóma til Vinnueftirlits ríkisins.

Spurningarkverin má nálgast hjá Dönsku vinnuverndarstofnuninni á nokkrum tungumálum.

Með von um að þessum kverum verði komið á framfæri við þá sem málið varðar á stofnunum, tengdum stofnunum og hjá félögum ykkar.

Virðingarfyllst,

Kristinn Tómasson, M.Sc. Dr. Med
Yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins
www.vinnueftirlit.is