Fréttir

Heimsdagur án tóbaks 2012

31.5.2012

Í ár tekur Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) þátt í Heimsdegi án tóbaks og hleypir af stokkunum vitundarherferð sinni ?Reyklausir vinnustaðir? þar sem sent er ákall til atvinnurekenda og starfsmanna um að útrýma tóbaksreyk í umhverfi vinnustaða um alla Evrópu. Hún styður við samevrópsku herferðina ?Fyrrum reykingafólk er óstöðvandi? sem er á vegum stjórnarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir heilbrigði og neytendur.

Á ári hverju er yfir hálf milljón dauðsfalla í Evrópusambandinu (ESB) talin tengjast reykingum, þar af eru 79,000 dauðsföll sem eingöngu eru talin tengjast tóbaksreyk í umhverfinu. Um þessar mundir hafa flest ESB lönd sett lög um reykleysi eða algjört bann gegn reykingum í lokuðum almenningsrýmum, þrátt fyrir að gildissvið laganna sé mismunandi frá einu landi til annars1). Þetta þýðir að enn eru staðir þar sem starfsmenn verða fyrir tóbaksreyk úr umhverfinu.

Herferð EU-OSHA ?Reyklausir vinnustaðir? miðar að því að styðja atvinnurekendur og starfsmenn í því að gera vinnustaði reyklausa, án tillits til lagaumgjarðarinnar í viðkomandi aðildarríki. Þrír bæklingar á 24 tungumálum, myndband með teiknimyndapersónunni Napo, ?Lungu í vinnunni? og annað fræðsluefni hefur verið búið til í því skyni að ná þessu markmiði (http://osha.europa.eu/en/topics/whp/index_html#tabs-1).

Við upphaf herferðarinnar varpar EU-OSHA ljósi á ?rangar staðreyndir? um reykingar á vinnustöðum. Öfugt við það sem margir halda þá getur ekkert loftræstikerfi útrýmt reyk að fullu og reyksvæði innandyra menga ávallt loftið í reyklausum herbergjum. Enn fremur leiða reyksvæði, sem staðsett eru við dyragættir, glugga eða loftop bygginga, oft til tóbaksreyks í umhverfinu vegna gegnumtrekks. EU-OSHA leggur áherslu á að reykherbergi koma ekki í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir áhrifum tóbaksreyks vegna þess að ræstingarfólk, sem vinnur á svæðinu, andar að sér hinu mengaða lofti.

Bæklingurinn "Ráðleggingar fyrir vinnuveitendur til að búa til heilbrigt starfsumhverfi" veitir atvinnurekendum hagnýt ráð um hvernig megi koma á reykingabanni á vinnustöðum og grunnupplýsingar um heilsufars- og fjárhagslega þætti er snúa að reykingum á vinnustöðum. Starfsmenn munu finna ráð í bæklingunum "Ráðleggingar fyrir reykingafólk" og "Ráðleggingar fyrir reyklausa einstaklinga". Báðir bæklingarnir hvetja starfsmenn til að vekja máls á málefninu innanhúss og virkja atvinnurekendur til að leysa vandamálið.

________________________________________
Skýringar til ritstjórna

  1. Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) leggur sitt af mörkunum við að gera Evrópu að öruggari, heilbrigðari og afkastameiri stað til að vinna á. Stofnunin rannsakar, þróar og dreifir áreiðanlegum, yfirveguðum og óhlutdrægum upplýsingum um öryggis- og heilbrigðismál og skipuleggur vitundarherferðir um alla Evrópu. Stofnunin, sem var sett á fót af Evrópusambandinu árið 1996 og er með höfuðstöðvar í Bilbaó á Spáni, tengir saman fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fulltrúa frá stjórnsýslu aðildarríkjanna, frá samtökum atvinnurekenda og launþega ásamt leiðandi sérfræðingum frá hverju hinna 27 aðildarríkja ESB og annars staðar frá.
    Nú getur þú fylgst með okkur á Twitter, skoðað blogg stofnunarinnar eða gerst áskrifandi að mánaðarlegu fréttabréfi okkar, OSHmail. Einnig má skrá sig fyrir reglulegum fréttum og upplýsingum frá EU-OSHA í gegnum RSS veitu. http://osha.europa.eu
  2. Samevrópska herferðin ?Fyrrverandi reykingamenn eru óstöðvandi? sem er á vegum stjórnarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir heilbrigði og neytendur er þriggja ára herferð sem hleypt var af stokkunum árið 2011 og býður upp á hagnýt tól fyrir reykingamenn til að hætta að reykja: iCoach. Starfrænn heilsufarsþjálfi, sem er öllum aðgengilegur, á öllum opinberum tungumálum Evrópusambandsins. Frekari upplýsingar er að finna á: www.exsmokers.eu

Fyrirspurnir fjölmiðla:
Birgit Müller - alþjóðlegir fjölmiðlar +34 94 479 35 52 | news@osha.europa.eu
Marta Urrutia - spænskir fjölmiðlar +34 94 479 57 46 | noticias@osha.europa.eu
Brenda O?Brien - tengiskrifstofa í Brussel +32 2 401 68 59 | obrien@osha.europa.eu

Nánar hér: http://osha.europa.eu/is/publications/articles


1)  Samkvæmt tilmælum frá ráðherraráði Evrópusambandsins frá 2009 eiga öll lönd ESB að innleiða viðkomandi lög til þess að vernda ESB borgara að fullu gegn tóbaksreyk í lokuðum almenningsrýmum, á vinnustöðum og í almenningssamgöngum fyrir lok þessa árs (2012). Til að mynda eru það einungis Belgía, Kýpur, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Pólland, Slóvakía, Spánn og Bretland sem hafa kynnt til sögunnar algjört bann gegn reykingum í lokuðum almenningsrýmum en í Búlgaríu er ráðgert að slíkt bann taki gildi 1. júní 2012 (http://ec.europa.eu/health/tobacco/law/free_environments/index_en.htm).