Fréttir

Heilsufarshættur af örögnum.

15.11.2007

Út er komin samnorræn skýrsla um úttekt og eftirlit með heilsufarshættum af örögnum á vinnustöðum.

Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar á slóðinni .


http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr="2007:581

Megin niðurstöður í skýrslunni eru:

- að of litlar upplýsingar liggja fyrir svo draga megi almennar ályktanir um heilsufarshættur vegna öragnamengunar,

- að hægt er að nota þekktar aðferðir við að fylgjast með mengun t.d. við suðuvinnu við mælingar á öragnamengun,

- að bæta þarf gæði upplýsinga um öragnir í öryggisblöðum.

Víðir Kristjánsson