Fréttir

Heilsufar, líðan og vinnuumhverfi kennara.

20.10.2004

Nýlega birtist grein í Skólavörðunni, málgagni Kennarasambandsins, um heilsufar, líðan og vinnuumhverfi kennara. Þar var fjallað um rannsókn sem gerð var í samstarfi rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins og hjúkrunardeildar Háskóla Íslands. Um einelti segir m.a.: "Þegar litið er til þess hve alvarlegar afleiðingar einelti getur haft ættu skólastjórnendur að taka með festu á hverju tilviki. Verði einn fyrir einelti er það einum of margir." Greinin í heild er aðgengileg á heimasíðu Kennarasambands Íslands www.ki.is

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins