Fréttir

Heilsufar sjómanna - ávinningur heilsueflingar á vinnustöðum. Hádegisfyrirlestur 6. mars í Odda

3.3.2009

Vek athygli á fyrirlestri Sonju Sifjar Jóhannsdóttur, MA í íþrótta- og heilsufræum frá KHÍ/HÍ um heilsufar sjómanna föstudaginn 6. mars.
Markmið verkefnisins var að rannsaka heilsufar og líkamsástand sjómanna fyrir og eftir 6 mánaða íhlutunartímabil. Íhlutunin fólst í því að auka hreyfingu og bæta mataræði sjómannanna, bæði út á sjó og í landi. Sextíu og tveir starfandi sjómenn hjá Brimi hf. tóku þátt í rannsókninni og heilsufar þeirra skoðað. Mikill ávinningur var af íhlutuninni hjá rannsóknarhópi. Engar breytingar til batnaðar urðu á heilsufarsbreytum né líkamsástandi sjómanna í viðmiðunarhópi á þessu tímabili.
Mikilvægi þessarar rannsóknar er ótvírætt því aukin hreyfing og bætt mataræði stuðlaði að betri heilsu og líðan sjómannanna. Niðurstöðurnar gefa dýrmætar vísbendingar um að þverfaglegar og einfaldar lífsstílsíhlutanir séu árangursríkar og því mikilvægt að hafa það í huga við skipulag heilbrigðis- og forvarnarstarfs.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, Odda, stofu 201 kl. 12 til 13. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.


Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir
forstöðumaður/director
Rannsóknastofa í vinnuvernd
Research Centre for Occupational Health and Working Life Gimli, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík, Iceland