Fréttir

Heilsuefling í leikskólum í Reykjavík - íhlutun og árangur aðgerða

12.3.2007

Í marshefti Læknablaðsins, birtist grein sem fjallar um ofangreinda rannsókn. Þarna er fjallað um hvernig áhættumat á vinnustað leiðir til aðgerða sem síðan eru aftur metnar og skoðaðar upp á nýtt. Umfang áhættumatsins og eftirfylgdarinnar sem þarna er framkvæmd er í eðli sínu viðamikil enda verkefnið unnið í stóru fyrirtæki. Mjög lítið er til að ritrýndum fræðigreinum um þetta efni og verður því teljast fengur fyrir okkur að eiga þetta til hér á landi.  Í ljósi þessa verður að horfa með stolti til Leikskóla Reykjavíkur sem með stuðning einurð og festu hafa unnið að því að rannsókn sem þessi varð möguleg!
Ályktun sem sett er fram í úrdrætti greinarinnar flytur hins vegar grundvallarskilboð:
 Með íhlutun er hægt að bæta vinnuaðferðir og vinnuumhverfi starfsmanna, þannig að grundvöllur fyrir vellíðan í vinnu sé góður. Samspil þessara þátta, menntunar og starfsaldurs er þó flókið. Því er mikilvægt að allir vinnustaðir fylgi ferli áhættumats, markvissra íhlutunaraðgerða og síðan endurmats. Þannig nást markmið heilsueflingar og vinnuverndar.

Hægt er að lesa greinina á heimasíðu læknablaðisins
http://www.laeknabladid.is/2007/03/nr/2714