Fréttir

Heilsa og líðan þeirra sem misst hafa vinnu í kjölfar efnahagsþrenginga - Hádegisfyrirlestur 20. nóvember í Odda

18.11.2009

Heilsa og líðan þeirra sem misst hafa vinnu í kjölfar efnahagsþrenginga - Hádegisfyrirlestur Rannsóknastofu í vinnuvernd 20. nóvember nk.

Í byrjun júní sl. stóðu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samvinnu við Háskóla Íslands og Rannsóknarstofu í vinnuvernd fyrir umfangsmikilli rannsókn meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja sem höfðu misst vinnuna í hópuppsögnum í tengslum við fjármálahrunið. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna heilsu og líðan þeirra sem misstu vinnuna. Einnig var spurt um núverandi atvinnustöðu, virkni í atvinnuleit, líkur á atvinnu í nánustu framtíð, auk þess sem spurt var um viðhorf til uppsagna, sanngirni í uppsögnum og stuðning frá stéttarfélagi.

Á hádegisfyrirlestri RIV, föstudaginn 20. nóvember nk. munu Helena Jónsdóttir, Cand. Psych. nemi í sálfræði og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði, greina frá hluta af niðurstöðunum.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, Odda stofu 201 og hefst hann  kl. 12.