Fréttir

Heil og sæl í vinnunni - Viðurkenningar veittar 25. mars

26.3.2009

Fjórum fyrirtækjum, þ.e. Actavis, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Íslandspósti og Snælandsskóla í Kópavogi, voru í gær veittar viðurkenningar sem fyrirmyndarvinnustaðir í átaksverkefni um heilsueflingu á vinnustöðum er kallast Heil og Sæl í vinnunni. Forstjóri Vinnueftirlitsins - Eyjólfur Sæmundsson og forstjóri Lýðheilsustöðvar - Þórólfur Þórlindsson veittu viðurkenningarnar. Sjá nánar

                               

Viðurkenningar veittar

Vinnueftirlitið og Lýðheilsustöð stóðu að átakinu sem stóð yfir allt árið 2008 og tóku 70 vinnustaðir þátt í því. Í verkefninu var lögð áhersla á hreyfingu, heilsusamlega næringu, streituvarnir, tóbaksvarnir og áfengis- og vímuefnavarnir.